23.3.2010 | 00:03
Útgerðir borga nú þegar.
Ég er ekki að ná utan um þennan málflutning, mér skilst að menn séu á móti því að þurfa borga ríkinu fyrir kvóta, hvers vegna?. Nú eru útgerðir og félög tengd þeim búin að braska með og borga hvor öðru fyrir veiðiheimildir sem ríkið úthlutar útgerðafélugum. Mér finnst það skrítið að vilja fá verðmæti frá ríkinu endurgjaldslaust en víxla með þau fram og tilbaka í endalausum virðisauka-tröppuleik veltandi tugum jafnvel hundruðum milljarða í viðskiptum sín á milli en sá sem lætur aflaheimildirnar upphaflega af hendi fær ekkert umfram lögboðna skatta síðar meir í ferlinu.
Ef að fyrirtæki eru til í að borga sín á milli fyrir aflaheimildir, þá eru þau vel fær í að borga upphaflega eigandum einhvern arð af nýtingu auðlindarinnar.
Því í ósköpunum skildi ríkið vera einhver minni kapítalisti en markaðurinn sem öllu virðist stjórna.
Það er þversögn í því að vilja allt viðkiptaumhverfið skuli vera markaðs og einkavætt í nafni frelsi til athafna og viðskipta en fara um leið fram á að fá markaðsvöruna sem slíka endurgjaldslaust, vegna þess að ríkið á að deila þessu út í nafni jöfnuðs útgerðarinar sín á milli.
Eru þá menn ekki orðnir kommúnistar í einhverjum skilningi.
![]() |
Stöðugleikasáttmálinn rofinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2010 | 15:09
Hver á "gasa" þessa mótmælendur
Hugsið ykkur ef allt færi nú á versta veg þarna hjá þeim ha, hver á að hafa hemil á trítilóðum lögregluþjónum brjáluðum af heift yfir launakjörum sínum ?
Hver á að vernda okkur fyrir lögregluni í mótmælum þegar þeir byrja að brjóta allt og bramla og kveikja í ruslatunnum,bekkjum og jólatrjám. Þarna eru menn og konur á launum við að mótmæla, eru þarna samankomnir þessir svokölluðu "atvinnumótmælendur" ?
Maður hlýtur að spyrja sig.
![]() |
Lögreglumenn mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)