13.5.2010 | 13:23
Jusu svívirðingum yfir dómara ??
Ég var staddur innan dyra og varð ekki var við að neinum svívirðingum hafi verið ausið yfir hæstvirtan dómara og fer blaðamaður mbl hér með hreinar lygar, nú fyrst það er í lagi að ljúga upp fréttum þá held ég að ég taki þátt í því. Blaðamaður mbl sem staddur var í dómshúsi rúllaði þar um dauðadrukkinn leitandi að meira áfengi og öskraði meira að segja á dómstjóra að móðir hans væri gylta sem væri með spena fulla af áfengi. Auðvitað er þetta lygi.
Lögreglan óeinkennisklædda sem var innandyra hafði ekkert með það að vera þarna inni, bæði lögfræðingar, sakborningar og þeir áheyrendur sem voru þarna inni tóku undir þá kröfu að lögregla viki úr salnum enda hlutverki hennar í þessu máli lokið.
Að Halda réttarhöld undir handleiðslu og stýringu lögreglu er fyrir neðan allar hellur, það virkar bæði ógnandi og þvingandi fyrir sakborninga og þekkist einungis í einræðisríkjum þar sem útkoma réttarhalda er fyrirfram ákveðin.
Það er Nasistafnykur af þessum réttarhöldum.
![]() |
Lokað þinghald kemur til álita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)