8.8.2009 | 16:25
Tvískinnungur
"þetta eru fráleitir frasar og ekki svaraverðir"
Mig langar að vita afhverju er öllu því sem Lögreglan segir tekið sem heilögum sannleik og hún þarf ekki að rökstyðja það né sanna á neinn hátt. Ég hef sjálfur horft á lögregluna ljúga sökum uppá mótmælendur til að taka þá úr umferð vegna þess að þeir (mótmælendur) voru lögregluni á móti skapi, það eina sem lögreglan þarf að gera er að segja að viðkomandi hafi neitað að fara að fyrirmælum, þetta er of mikið vald sem lögreglan hefur og hún klárlega misnotar það. Ég veit til þess að a.m.k 13 mótmælendur lögðu fram kæru á hendur lögregluni fyrir meint harðræði síðastliðin vetur en engar ákærur hafa verið gefnar út einfaldlega vegna þess að þær stoppa allar hjá ríkissaksóknara og eru settar undir stól. Ef að þetta eru svo fráleitir ásakanir hjá mótmælendum þá hlýt ég að að setja efasemdarmerki við þær ásakanir lögreglu að sparkað hafi verið í höfuð lögregluþjóns því ekkert hefur komið fram sem styður þá fullyrðingu.
Ásakanir Saving Iceland ekki svara verðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skoðaðu myndir á mbl.is af sérsveitamönnunum tveimur, þar sérðu að annar þeirra er með stóran rauðan blett á höfðinu og rauðar slettur á efra bakinu. Trúlega eftir málingarfötuna sem sem lögreglumaður var sleginn í höfuðið með. Ég var ekki þarna og ekki þú heldur, myndbandið er klippt og með engu hljóði og því sýnir það ekkert í samhengi. Lögreglumenn og sjónarvottar lýsa ofbeldi gagnvart lögreglunni.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/08/asakanir_saving_iceland_ekki_svara_verdar/?ref=fphelst
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467319/2009/08/07/5/
Árni (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 16:39
Sæll Árni, ég er ekki endilega að tala um þetta einstaka atvik og mér dettur ekki í hug að fara verja SI í þessu tilfelli því myndbandið og frásagnir þeirra eru umdeilanleg, en einsog ég sé þetta þá er þetta orð á móti orði, SI hefur lagt fram umdeilanlegt myndband máli sínu til stuðnings en það eina sem ég hef frá lögregluni eru hennar orð fyrir meintum árásum, af fengini reynslu þá hef ég einnig ástæðu til að efast um hennar orð. Lögreglan þarf líka að koma fram með sannanir fyrir sínum ásökunum en ég hef einungis þeirra orð.
Skríll Lýðsson, 8.8.2009 kl. 17:01
Ekki hægt að verja SI, þetta er rusl samfélagsins biturt og í annarlegu ástandi. Lögreglu ber skylda að verja sig. Mætti alveg berja harðar á þessu pakki
Svanur (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 19:54
Reiður og ofbeldisullur svanur er ekkert grín, og tvíbaka löggur? Það fæst kannski af steranotkun og ljósabekkjacombói....
Einhver Ágúst, 8.8.2009 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.