13.8.2009 | 22:03
Bara Lögreglan ?
Ég ætla ekki að tjá mig um boðaðar breytingar á vöktum lögregluþjóna eða um téðar skipulagsbreytingar á embættum um land allt, það er innanbúðarmál sem þeir verða að leysa á farsælan hátt. En um þann boðaða niðurskurð á fjárveitingu til málaflokkarins vil ég segja það eitt, auðvitað er þetta fúlt og ömurlegt að mögulega þurfi að fækka lögregluþjónum eða að það þurfi að grípa til einhverra kjaraskerðinga en málið er að það hafa allar stéttir þurft að taka slíkar skerðingar á sig ekki bara lögreglan, ekki sé ég starfsmenn menntakerfissins eða heilbrigðisstéttarinnar í blöðum dagsdaglega liggur við úttala sig um þær hörmungar sem slíkt hefur á þeirra vinnu umhverfi.
Things are tough all over, ekki bara hjá lögreglunni.
Engin lögregla án lögreglumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Munurinn er sá að varðsvínin hafa ótkamarkaðan aðgang að áróðusvél glæparíkisins. Einmiðlunum er lepja upp eftir þeim þvæluna gagnrýnislaust.
Þorri Almennings Forni Loftski, 13.8.2009 kl. 23:45
Ef þú lest bréfið sérðu að það er ekki á fólk leggjandi að sinna þessu starfi á meðan óánægja ríkir eins og hún gerir nú, en það er vegna fjölda atriða s.s. mannfægðar. Það segir sig sjálft að lögreglumaður vill ekki fara á stóran vettvang þar sem þarfnast mikils mannskaps, þetta er fólk og þarf ekki að leggja allt sitt undir til þess að leika hetjur.
Guðmundur Einarsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 00:34
Það er eðlilegt að fólk sem starfar við það að áreita almenning áreiti hvort annað. Það getur varla verið góður mórall á svoleiðis vinnustað.
Þorri Almennings Forni Loftski, 14.8.2009 kl. 00:40
Er það bara ég eða?? En þarf þessi Þorri Almennings ekki að fara að slappa aðeins af? Er þetta ekki aðeins of eitthvað?
Halldór (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 01:04
Halldór: Ég er mjög afslappaður.
Þorri Almennings Forni Loftski, 14.8.2009 kl. 04:22
Guðmundur; Ég las bréfið, tökum annað dæmi, heldur þú að það sé eitthvað minna álag á t.d sjúkraflutningamönnum sem koma að stórum og ljótum slysum ?
Eða er minna álag og manneskjulegra vinnuumhverfi hjá læknum og hjúkrunarfólki?
Skríll Lýðsson, 14.8.2009 kl. 07:37
Skríll: Alveg rétta athugað.
Á geðdeildum er oft aðeins einn karlkyns starfsmaður á næturvakt og þótt konur geti verið líkamlega og andlega sterkar. Þá býður þetta upp á hugsanlega hættu ef sjúklingar tryllast. Sem gerist þó sjaldan, að ég best veit.
Sarfsmenn á geðdeildum hafa ætíð verið illa launaðir og ekki er um neitt áhættuálag að ræða þar. Ungir læknar þurfa að vinna langar vaktir er skapa álag og störf sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga hafa aldrei verið hátt metin með tilliti til launa. Þrátt fyrir auknar menntunarkröfur.
Þorri Almennings Forni Loftski, 14.8.2009 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.